Meðganga

Þörfin fyrir járn eykst á meðgöngu og er mælt með því að allar barnshafandi konur láti mæla ferritínmagn (járnstöðu) við fyrstu mæðraskoðun til að komast að því hvort járnuppbót sé nauðsynleg.Hér getur þú lesið meira um járn og meðgöngu. 

LESTU MEIRA

Konur

Konur á barneignaraldri á Íslandi fá síður nóg af mikilvægum næringarefnum á borð við joð, C-Vítamín og fólat.

Engin þeirra nær ráðlögðum dagskammti af járni.Þetta kemur fram í landskönnun á mataræði Íslendinga sem unnir var á vegum embættis landlæknis og rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ.

LESTU MEIRA

Líkamsrækt

Járn er lykilefni þegar kemur að uppbyggingu vöðvavefs (mýóglóbíns). Vöðvavefurinn bindur súrefni sem varaforða sem líkaminn getur notað við mikla hreyfingu.

Þegar þú hreyfir þig reglulega eykst blóðmagnið og margn rauðra blóðkorna í per lítra af blóði. Þannig nærðu betur að flytja súrefni til vöðva og CO2 frá líkamanum.

Mæði og erfiðleikar með að byggja upp vöðva og þol þrátt fyrir reglulegar æfingar getur verið merki um að líkaminn sé ekki að fá nægt járn.

LESTU MEIRA

Járnskortur á breytingaskeiði

Járnskortur er algengur hjá konum á barneignaraldri sem fara á blæðingar í hverjum mánuði. Er það vegna þess að konur á Íslandi ná ekki ráðlögðum dagskammti af járni með matarræði og þar með ná þær ekki að vinna upp það járn sem tapast við blæðingar. En járnskortur er einnig algengur hjá konum á breytingaskeiðinu og jafnvel eftir tíðahvörf.

Á breytingaskeiðinu í aðdraganda tíðahvarfa geta konur farið að upplifa auknar blæðingar sem þýðir að meira járn losnar úr líkamanum og líkur á járnskorti aukast samhliða. Rannsóknir hafa sýnt að konur á breytingaskeiði eru oft með járnskort sem getur haft víðtæk áhrif á heilsufar og líðan.

LESTU MEIRA
  • SKAMMTAR OG ÁHRIF

    aminoJern er tekið einu sinni á dag, með eða án matar. Hver tafla inniheldur 25 mg af járni. Ráðfærðu þig við lækninn um aðra skammta.

  • FÆÐUBÓTAREFNI FYRIR ALLA

    aminoJern gerir það mögulegt að viðhalda járnmagni líkamans, án aukaverkana eins og ógleði eða harðs maga. Varan inniheldur enga þekkta ofnæmisvalda eða dýraafurðir.

  • VEL SKJALFEST

    aminoJern hefur verið á markaðnum í meira en 20 ár og er vel skjalfest í mörgum birtum rannsóknum. Sjá tengla undir ítarefni.