Vantar þig járn?

Rannsóknir hafa sýnt að allt að fjórða hver kona á barneignaraldri gæti verið með járnskort. Börn og unglingar sem eru að vaxa en borða lítð eða einsleita fæðu eru einnig í hættu á að þróa með sér járnskort. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti þurfa oft meira járn en þær eru að fá úr fæðu. Fólk sem er að létta sig með því að borða minna og eru á kaloríusnauðu fæðu eru í aukinni áhættu með að þróa með sér járnskort. Fyrir alla þessa hópa hefur aminoJern skýra kosti borið saman við önnur hefðbundin járnbætiefni, þar sem upptakan er mikil en án neikvæðra aukaverkana.

Fyrir hver er amínójárn?

  • Konur á barneignaraldri
  • Barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti
  • Fólk sem á í vandræðum með járnupptöku vegna pH í maga/þörmum
  • Fólk sem á í vandræðum með önnur járnbætiefni vegna aukaverkana á borð við hægðatregðu eða niðurgang
  • Fólk sem nær ekki tilætluðum árangri með hefðbundnum járnbætiefnum
  • Fólk sem vill forðast dýraafurðir
  • Blóðgjafar
  • Íþróttamenn
  • Fólk sem er að létta sig með matarræði
  • Börn að stækka

Einkenni járnskorts

Einkenni járnskorts geta verið þreyta, svimi, ógleði, máttleysi og föl húð. Áður en þú tekur járnuppbót getur verið skynsamlegt að biðja lækninn um að mæla járnbirgðir þínar eða ferritínmagn í sermi eins og það er kallað á tæknimálinu. Þetta mun gefa þér alveg öruggt svar um hvort þú þurfir viðbótar járnuppbót.