Járnskortur er algengur hjá konum á barneignaraldri sem fara á blæðingar í hverjum mánuði. Er það vegna þess að konur á Íslandi ná ekki ráðlögðum dagskammti af járni með matarræði og þar með ná þær ekki að vinna upp það járn sem tapast við blæðingar. En járnskortur er einnig algengur hjá konum á breytingaskeiðinu og jafnvel eftir tíðahvörf.
Á breytingaskeiðinu í aðdraganda tíðahvarfa geta konur farið að upplifa auknar blæðingar sem þýðir að meira járn losnar úr líkamanum og líkur á járnskorti aukast samhliða. Rannsóknir hafa sýnt að konur á breytingaskeiði eru oft með járnskort sem getur haft víðtæk áhrif á heilsufar og líðan.
Konur á breytingaskeiði eru vanar erfiðum líkamlegum áhrifum þess sem minnkandi framleiðsla estrógens veldur í líkamanum og því eru einkenni járnskorts oft dulinn. Sumar rannsóknir hafa sýnt að járnskortur getur valdið hitkófum og að járnskortur veldur slæmri líkamshitastjórnun. Beinþynning er annað áhyggjuefni kvenna á breytingaskeið en járnskortur hefur einni áhrif á beinþéttni. Þreyta getur svo bæði stafa af minni estrógen framleiðslu en jafnframt eru þreyta og slen ein helstu einkenni járnskorts.
Algeng einkenni járnskorts eru:
- Þreyta og slen
- Hármissir
- Léleg líkamshitastjórnun
- Brotnar neglur
- Þurr og föl húð
Það getur tekið mörg ár fyrir konu að ná sama járnmagni og karl á hennar aldri eftir að hafa farið í gegnum tíðahvörf. Önnur heilsufarsvandamál sem þú gætir haft, svo sem sár, gyllinæð, glútenóþol eða krabbamein, geta einnig valdið því að járnskorti á þessum tíma.
Ein tafla af aminoJern getur byggt upp járnforða líkamans án aukaverkana.